Um Glóð

Íþróttafélagið Glóð í Kópavogi var stofnað 24. október 2004. Það var hópur áhugafólks um heilbrigða lífshætti sem kom saman og stofnaði félagið undir kjörorðinu  Hreyfing - fæðuval - heilsa. Stofnfélagar voru 72 en skráðir félagar voru 120 í janúar 2009.  Íþróttafélagið Glóð er í UMSK og ÍSÍ sem fullgildur aðili. Félagið hefur látið mjög til sín taka á sviði hreyfingar í margskonar formi og haldið fjölmörg fræðslukvöld þar sem fagfólk úr heilbrigðisgeiranum og fleiri stéttum hafa haldið erindi um holla lífshætti almennt. Félagið er öllum opið. Glóðarfélagar hafa stundað leikfimi, stafagöngu, hringdansa, línudans, ringó, gönguferðir o. m. fl.  

Íþróttafélagið Glóð Kópavogi

Skálaheiði 2

200 Kópavogur

Sími 832-1200

Netfang; glod@glod.is

Vefsíða; www.glod.is

Comments are closed.