Lög og reglur

Þessi lög voru samþykkt á aðalfundi Glóðar, í Gjábakka 22. janúar 2016 1.gr. Félagið Félagið heitir Íþróttafélagið Glóð Kópavogi. Heimili þess og varnarþing er í Kópavogi. Kjörorð félagsins er: Hreyfing- fæðuval-heilsa.
 1. gr.
   Tilgangur og markmið Tilgangur félagsins er iðkun íþrótta. Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að standa fyrir íþróttaæfingum og hvetja félagsmenn til hreyfingar og heilbrigðra lífshátta.
 1. gr.
Réttindi og skyldur. Félagar geta allir orðið sem vilja vinna að markmiðum félagsins.
 1. gr.
Aðalfundur - dagskrá Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins og skal hann haldinn árlega í janúar. Fundinn skal boða skriflega, eða með rafrænum hætti, minnst 14 dögum fyrir fund. Dagskra aðalfundar skal vera:
 1. a)Skýrsla stjórnar
 2. b)Reikningar félagsins
 3. c)Ákveðið félagsgjald
 4. d)Lagabreytingar
 5. e)Kosning stjórnar aðal- og varamanna og skoðunarmanna reikninga.
 6. f)Kosning í nefndir og kosning fulltrúa á þing U.M.S.K.
 7. g)Önnur mál
 8. gr.
        Stjórn Stjórn félagsins skal skipuð 3 mönnum og 2 til vara. Formaður skal kosinn sér til eins árs og síðan aðrir í einni kosningu til eins árs. Síðan skulu kosnir 2 varamenn til eins árs. Einnig skal kjósa 2 skoðunarmenn reikninga til eins árs og skal annar þeirra árita reikninga félagsins ásamt gjaldkera. Kosið skal í starfsnefndir samkvæmt reglugerðum. Reikningsárið skal vera almanaksárið
 1. gr.
Atkvæðamagn Einfaldur meirihluti atkvæða ræður ákvörðunum aðalfundar/ stjórnar og félagsfunda nema um lagabreytingu sé að ræða.
 1. gr.
Hlutverk stjórnar Stjórn félagsins sér um stjórnun félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til fyrsta fundar og skiptir stjórnin með sér verkum. Ritari gegnir störfum formanns í forföllum hans. Félagsfund skal halda ef 20% félaga óska þess skriflega eða ef stjórn félagsins óskar þess. Ákvarðanir félagsfunda skulu vera leiðbeinandi fyrir stjórn félagsins.
 1. gr.
Lagabreyting Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þess 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillögur til lagabreytinga skulu sendar stjórn félagsins fyrir áramót. Til að taka til afgreiðslu tillögur til lagabreytinga sem ekki hafa borist fyrir áramót þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða.
 1. gr.
   Slit félagsins Verði félagið lagt niður skulu eignir þess renna til líknarfélaga.Til slita félagsins þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi og skal haldinn auka aðalfundur sem boða skal til innan 6 mánaða til endanlegrar ákvörðunar.
 1. gr.
Gildistaka Lög þessi öðlast þegar gildi

Comments are closed.