Eldri fréttir

Hér koma eldri fréttir af gömlu heimasíðu Glóðar;   Haustfundur í Glóð Haustfundur verður í Íþróttafélaginu Glóð  miðvikudag 28. október kl.19.00 Fundurinn verður í Gullsmára,  Gullsmára 13 Á fundinum verður farið yfir starfsemi Glóðar á starfsárinu og einnig horft til komandi mánaða Fundurinn er opinn félögum í Glóð svo og öðrum sem áhuga hafa á starfsemi félagsins Mætum og sýnum áhuga á starfsemi félagsins okkar Stjórn Glóðar     ÍÞRÓTAFÉLAGIÐ GLÓÐ verður meðFRÆÐSLUKVÖLD miðvikudaginn 21 okt kl 20.til 22 Í GJÁBAKKA Fannborg 8.Kópavogi Farið yfir ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku eins og að taka til máls, framkomu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Einnig er kennt ýmislegt sem við kemur fundasköpum, þ.e. fundareglur, boðun funda, fundaskipan, dagskrá funda, umræður, meðferð tillagna, kosningar o.fl. Þátttakendur vinna jafnframt einföld verkefni til að brjóta upp kvöldið...   Miðvikudaginn 14. október kl 19.30 verður kynningafundur í Gullsmára um Golden Age 2016 fyrir Glóðarfélaga. Golden Age er evrópsk fimleikahátíð og mun fara fram í Slóveníu dagana 2.– 7. október 2016. Við hvetjum áhugasama til að mæta á kynningarfundinn og kynna sér þessa stórskemmtilegu hátíð. Óli Geir og Stjórn Glóðar   Zumba - Zumba - Zumba 10 tíma námskeið hefst laugardaginn 26. sept. kl. 11.00 í Kópavogsskóla     "Íþróttafélagið Glóð æfingaskrá, ( stundaskrá)"                       Gildir frá 8.Janúar til 30.apríl 2015  Smárinn:       Ringó :   Mánudagur: 13.30 – 14.30  Kópavogsskóli - Íþróttahús  Línudans: Þriðjudagur: Hópur II  kl. 16.00 – 17.00                   Þriðjudagur:  Hópur I og III   kl. 17.00 – 18.00                   Þriðjudagur: Framhaldshópur.   kl. 18.00 – 20.00   Keðjudansar:   Miðvikudagur:  kl. 15.30 – 16.30    (Nýtt  )           keðjudans/hringdans/senior og square  Ringó:          Fimmtudagur:   kl. 17.00 – 18.00  Línudans:     Fimmtudagur:      Hópur II  kl. 18.00 – 19.00  Línudans:     Fimmtudagur:    Hópur IV    kl. 19..00 – 20.00  SUMBA:     Fimmtudagur:    kl 20.00-21.00  Gullsmári:  Miðvikudaga: Kínversk leikfimi kl. 9.15 byrjar 14.Jan                        Miðvikudaga: Línudans kl. 17.00 -18.00                         Miðvikudaga: Línudans Byrjendur kl.18.00-19.00  Æfingar í Pútti verða auglýstar síðar Þessi dagskrá er birt með fyrirvara um að næg þátttaka reynist. Þjálfarar eru: Óli Geir Jóhannesson leiðbeinandi í dansi Anna Krístín  Kristjánsdóttir leiðbeinandi í kínverskri leikfimi Ásta S. Gylfadóttir leiðbeinir í ringó  Skráning er hafin hjá Rósu rosaben@internet.is og Sigríði sími 564 1490  snerr123@gmail.com Æfingagjöld hjá Glóð. Vorönn 2015 Fyrir Glóðarfélaga sem greitt hafa Félagsgjaldið: Línudans  æft einusinni í viku Kr:11.000 / (13.000) Línudans æft tvisvar í viku Kr: 20.000 / (22.000)                                                                  Keðjudans 10 skipti Kr. 7.000                                                                        Kínversk leikfimi  Kr 9.000 (11.000) Zumba verður í 10 skipti.Kr 10.000. Þeir sem ekki greiða félagsgjald til Glóðar greiða (2.000) kr. í viðbót  fyrir önnina. Með dansandi kveðju. Stjórn Glóðar.          ------------------------------------------------------------------------------------------    Í Boðanum Boðaþingi 9 línudansaæfing 22.maí frá kl. 20 til 23 verð kr. 1500 Kaffi og meðlæti selt á staðnum. ___________________________________________________________________ Fimm  lið frá Glóð tóku þátt í Fjölskylduþríþrautinni Þríkó í dag 10. maí og fengu mikið hrós fyrir. Það hefðu samt mátt vera fleirri Glóðarfélagar að horfa á og hvetja Glóðarþáttakendur. RÚV og Stöð 2 voru á staðnum. Myndir og viðtöl sem stöð 2 tók verð sennilega birt í Ísland í dag miðvikudagskvöld 13.maí Útihreyfingar Nýtt hjá Glóð Í sumar er fyrirhugað að bjóða fólki að taka þátt í útihreyfingum undir  stjórn Margrétar Jónsdóttur íþróttaþjálfara. Þjálfunin fer fram einu sinni í viku til að byrja með en fer svo eftir þátttöku og tekur um 45 mínútur Fyrsta hreyfistundin verður frá Digranesi mánudaginn 4. maí kl. 10.00. Allir geta verið með án endurgjalds.   Nánari upplýsingar hjá Sigurbjörgu í síma 554 3774 eða sigurbjorgb@simnet.is Hlakka til að heyra frá ykkur Stjórn Glóðar   Nú 25. apríl hafa  fimm  lið og  einn sjálboðaliði skráð sig  í  Fjölskylduþríþrautina Þríkó frá Glóð  „2 haukar  í  Glóð“, „3 Reykhyltingar“„Svanir úr Glóð“, „Hraunbúar“ og "Óskin".   Glóð hvetur fólk til taka þátt í þessum skemmtilega leik. Haukur Bergsteinsson tekur að sér fyrir Glóð að skrá alla sem ætla að taka þátt þríþrautinni og veitir allar upplýsingar Netfang Hauks er: haukurbe@simnet.is Sími:862832 Þeir sem verða búnir að skrá  sig í þríþrautina fyrir 3. maí geta fengið happdrættisvinning   Orðsending frá Þríkó ÞÚ! JÁ ÞÚ! Verður þú ein/n af þeim heppnu? Þríkó er í gjafastuði og ætlum við að draga úr skráðum keppendum í Kópavogs og Fjölskylduþríþrautinni. Útdregnir eiga von á glæsilegum vinningum frá Brooks, Aquasport ofl. Við drögum úr hattinum þann 3.maí og tilkynnum þau heppnu hér á Facebook.  ATH! Það er dregið úr skráðum keppendum þann 3.maí      Bréf frá stjórn Íþróttafélagsins Glóðar Ágætu Glóðarfélagar Stjórn Glóðar vonar að þið hafið notið páskahátíðarinar og komið hress að vanda til starfa að því loknu. Stjórn Glóðar hefur fundað með forsvarsmönnum þessa skemmtilega leiks sem er kynntur hér í viðhengi frá Hauki Bergsteinssyni  en hann skráir og veitir allar nánari upplýsingar. Eins og kemur hér fram kostar ekkert fyrir Glóðarfélaga að taka þátt í fjölskylduþríþraut.  Það vantar líka sjálfboðaliða sem vilja sinna ýmsum störfum sem fylgja framkvæmd þessa leiks. Einnig eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna á staðinn og fylgjast með.                                                                                 Vona að þetta vekji áhuga ykkar  Með góðri kveðju Sigurbjörg Björgvinsdóttir    Viðhengi Hauks Kópavogs- og fjölskylduþraut Þríkó 2015 Verður haldin sunnudaginn 10.maí Kópavogsþríþrautin hefst kl. 8.30 einstakslingskeppni Þá syndir sami keppandinn 400m , hjólar 10,3 km og hleypur 3,5 km Þátttökugjald 2.500 kr. Fjölskylduþríþrautin hefst kl.11.00 þetta er liðakeppni þar sem einn keppandi sér um að synda, annar tekur við á hjólinu og sá þriðji hleypur eða gengur.  Þó má einn keppandi taka alla þrautina einn. Frítt er í þessa keppni Vegalengdir eru 200 m sund, 5 km hjól og 1,5 km hlaup eða ganga Ýmislegt annað er í boði t.d. Hjólaþrautasýning                                                                                                                                          Stjórn Íþróttafélagsins Glóðar hefur borist beiðni um að félagsmenn Glóðar taki þátt í þessum degi. Haukur Bergsteinsson ætlar að keppa í fjölskylduþríþrautinni ásamt dóttur sinni og dóttursyni (3ættliðir). Hann tekur að sér fyrir Glóð að skrá alla sem ætla að taka þátt þríþrautinni og veitir allar upplýsingar Netfang Hauks er: haukurbe@simnet.is Sími:8628327 * Áskilið Nafn á liði *                                                                                                                    2 haukar í Glóð Nafn sundmanns * fæðingarár                                                                                    Haukur Bergsteinsson 1936 Áætlaður sundtími *                                                                                                         6 mín 30 sek  Nafn hjólreiðamanns                                                                                                Agnes Hauksdóttir 1966 Nafn hlaupara                                                                                                              Haukur Borg  Þórisson 1996   Glóð ætlar að taka þátt í þessu móti  á Akranesi   Síðasta fræðslukvöld Íþróttafélagsins Glóðar á þessum vetri verður miðvikudaginn 22. apríl kl. 20 í Gjábakka Fannborg 8.  Linda Baldvinsdóttir marktæknir flytur erindi. Það fjallar um hvernig hægt er að taka jákvætt á neikvæðum aðstæðum og vinna úr þeim. Veitingar að hætti Glóðar.  Allir velkomnir. Fræðslunefndin.  9.aðalfundur Glóðar haldinn í Gjábakka 22. janúar 2014 samþykkir eftirfarandi tillögur frá starfshópi Glóðar um stefnumörkun
 1. Íþróttafélagið Glóð lýsir yfir ánægju með starfsemi UMSK.
 2. Íþróttafélagsið Glóð telur æskilegt að þróun UMSK verði í átt til stækkunar landfræðilega og félagalega.
 3. Íþróttafélagið Glóð telur að UMSK ætti að leggja aukna áherslu á heilsueflingu og þjálfun fyrir alla aldurshópa
 4. Íþróttafélagið Glóð telur að UMSK ætti að leggja aukna áherslu á fræðslu ætlaða aðildarfélögunum í formi fyrirlestra og/eða námskeiða.
Níundi aðalfundur Glóðar haldinn í Gjábakka 20. janúar 2014 samþykkir að þjálfarar Glóðar verði ávallt boðaðir til stjórnarfundar í upphafi hausts- og vorannar og oftar ef þurfa þykir. Viðaukatillaga við reglugerð/íþróttamaður Glóðar sem samþykkt var á aðalfundi Glóðar 23. Janúar 2013. Aðalfundur Glóð ar haldinn í Gjábakka 22. janúar 2014 samþykkir eftirfarandi: Einnig skal kjósa íþróttahóp(íþróttalið) Glóð ar. Tilnefndir eru þeir hópar/lið Glóð ar sem unnið hafa til veðlauna á viðurkenndum mótum á árinu. Á aðalfundi ber stjórn að leggja fram lista með nöfnum þessara hópa og tilgreina þeirra afrek í stafrósröð. Viðurkenning: Áletrun; Íþróttahópur Glóð ar + ártal ----------------------------------------------------------------------------------------------------- Þetta er fréttabréf Glóðar haust 2014 Ágætu Glóðarfélagar velkomnir til starfa eftir vonandi gefandi og gleðiríkt sumar. Hápunktur starfseminnar hjá Glóð á síðasta vetri var Vorsýning félagsins í Smáranum þann 10. maí. Sýningin var hluti af dagskrá Kópavogsdaga og var því ekki innheimtur aðgangseyrir. Kópavogsbær styrkti sýninguna sem þótti takast mjög vel. Um 450 manns eru taldir hafa komið í Smárann og festi Una Sigurðardóttir viðburðinn á filmu. Þessi diskur er enn til sölu hjá Rósu Ben. Þann 14. maí var svo félagsfundur í Glóð. Farið var yfir það sem vel hafði tekist á liðnum vetri og einnig hvað mætti betur fara. Á fundinum tilkynnti Margrét Bjarnadóttir, einn aðalhvatamaður að stofnun Glóðar og þjálfari frá upphafi að hún hygðist taka hlé frá störfum a.m.k. fyrir áramót. Margréti voru þökkuð vel unnin störf og er það þakklæti endurtekið hér. Milli 30 og 40 félagar mættu á fundinum. Litlu síðar í mánuðinum var ákveðin, vegna fjölda óska frá félögum, kynning á kínverskri leikfimi. Það var Anna Kristín Kristjánsdóttir sem kynnti og mættu um 60 manns. Því var ákveðið að Thai chi leikfimi yrði í boði á haustdögum. Leikfimin verður í Gullsmára og byrjar þann 17. sept. kl. 9.15. Að venju sá Glóð um kaffisölu í Gjábakka á 17. júní. Þetta verkefni gekk vel eins og undanfarin ár og styrkti fjárhagslega stöðu Glóðar. Hér með eru félögunum færðar bestu þakkir fyrir framlag þeirra til þessa verkefnis. Ólympíudagurinn var 23. júní. Glóð fékk áskorun frá UMFÍ eins og önnur íþróttafélög að taka þátt í deginum og var skipulögð ganga um Víghólinn í Kópavogi, sem lauk við rústir Digraness sem var eitt stærsta býli í Kópavogi á fyrrihluta 20. aldarinnar. Í gönguna mættu milli 30 og 40 manns. Sérstakur gestur og um leið fulltrúi ÍSÍ var Ólympíufarinn Jón Þór Ólafsson sem er Kópavogbúi. Nokkrir Glóðarfélagar fóru í Söguferð um Skagafjörð dagan 25 – 27. júní. Gist var á Löngumýri. Í þessari ferð var hæfileg blanda af glaðværð og fróðleik og gekk hún í alla staði vel. Landsmót 50+ sem haldið var á Húsavík sóttu nokkrir Glóðarfélagar. Engir dansarar fóru þar sem þjálfarar gáfu ekki kost á að fylgja þeim á mótið. Komið var heim með gull, silfur og gleði í sál eftir góða daga. Stjórnin tók sér sumarfrí í júlí en á fyrsta fundi hennar eftir frí þann 6. ágúst var ákveðið að formaður sendi bréf fyrir hönd stjórnar til þeirra sem ekki höfðu greitt félagsgjaldið með ósk um að það yrði greitt. Svo fór að flestir höfðu gleymt þessu og voru fullir iðrunar. Kærar þakkir ágætu félagar. Fræðslufundur var haldinn í Gjábakka 27. ágúst þar sem Gurrý Helgadóttir ræddi um geymslu og notkun grænmetis, rótarávaxta og berja. Um 30 manns mættu á fundinum. Glóð kynnti starfsemi vetrarins á kynningardögum í félagsheimilunum Gjábakka, Gullsmára og Boðanum. Stjórnin ákvað að í stað bæklinga um starfsemina skyldu birtar auglýsingar í blöðum þetta haustið. Nú er bara eftir að meta hverju þetta skilaði og taka síðan ákvörðun um næstu kynningarskref. Sextán félagar í Glóð heimsóttu Reyknesinga þann 6. sept. en með þessum dansiðkendum hefur verið gott samstarf í gegnum árin. Ánægjuleg heimsókn í alla staði. Heilsuhelgi sem vera átti á Hótel Örk í byrjun starfsárs var því miður ekki að veruleika vegna dræmrar þátttöku. Mikil vinna og fjármunir voru lagðir í það verkefni sem ég hef þó fyrir satt að skilaði góðri kynningu fyrir félagið og margir lásu um t.d. í Mogga 22. ágúst sl. Þann 9. sept. var fræðslufundur í Gjábakka um Hreyfingu og teygjur fyrir 60+ . Á fundinn mætti Fannar Karvel Steindórsson sem rekur Heilsuræktarstöð á Nýbýlavegi 2. Fannar Karvel bauð Glóðarfélögum að koma og skoða og hvet ég ykkur öll til að fara og sjá hvaða möguleikar eru í boði. Mættir voru um 30 áhugasamir félagar. Starfsemi félagsins fór svo af stað í byrjun september með því að nú dansa 7 hópar Línudans, 1 hópur Keðjudansa, 1 hópur Zumba, 1 ringóhópur æfir tvisvar í viku, kínversk leikfimi byrjar 17. sept. og svo voru gönguhópar starfandi í sumar og verða það trúlega áfram. Æfingataflan er aðgengileg á Mbl.is (sjá hér síðar) Búið er að yfirfara félagatalið og reyndust félagar vera 155 en mikið rót er á þeirri tölu á þessum árstíma. Alls eru um 200 iðkendur sem æfa með félaginu enda eru æfingar opnar fyrir utanfélagsmenn. Opið hús í Digranesi. Stjórn Glóðar hefur ákveðið að verða við áskorun að hafa opið í Digranesi einu sinni í viku. Verður opið á mánudögum frá kl. 16.00 – 17.00. Stjórnamenn munu skipta viðverunni milli sín. Rekstur félagsins: Fjárhagsstaða félagsins er viðunandi enda þótt afmælisárið hafi verið kostnaðarsamt. Félagið vantar að vísu tölvu o.fl. í aðstöðuna í Digranesi svo hægt sé að vinna þar þau verkefni sem fylgja rekstri á svona félagi en stjórnin hefur þar fundaaðstöðu sem breytir miklu. Allir viðburðir hjá Glóð eru auglýstir á Staður og stund í Mogganum, á heimsíðu Glóðar glod.is, á facebooksíðu Glóðar og svo er hægt að far inn á Mbl.is, velja fólkið svo félagsstarf síðan Íþróttafélagið Glóð. Þarna getið þið séð alla dagskrá Glóðar. Svo er auðvitað hægt að taka upp símann og hringja eins og verið hefur. Framundan er afmæli Glóðar þann 24. október og eru allar ábendingar vel þegnar um hvernig Glóðarfélagar vilja gera daginn eftirminnilegan. Margrét Halldórsdóttir ætlar að kynna SNAG, sem er einskonar golf, í byrjun október. Endilega fylgist með því. Fræðslufundur er fyrirhugaður í byrjun nóvember. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður tekið fyrir þar en endilega látið óskir ykkar í ljós. Félagsfundur er fyrirhugaður í nóvember. Aðalfundur er svo fyrirhugaður 28. janúar 2015 Þjálfarar Glóðar eru Óli Geir, Anna Kristín Kristjánsdóttir og Ásta Gylfadóttir Gestaþjálfarar Margrét Halldórsdóttir og Fannar Karvel sem er tilbúinn ef félagarnir hafa áhuga á líkamsrækt fyrir 60+. Að lokum hvet ég ykkur öll til að hafa samband ef þið hafið óskir og/eða hugmyndir nú eða kvartanir um hvað betur má fara og jú vissulega væri líka gott að heyra ef þið eruð ánægð með eitthvað. Kærleikskveðja f.h. stjórnar Glóðar Sigurbjörg Björgvinsdóttir, formaður sími 554 3774 og sigurbjorgb@simnet.is     Fundarboð Tíundi aðalfundur Glóðar verður haldinn 28. janúar 2015  í Gjábakka og hefst kl. 20.00 Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins Dagskrá fundarins verður send á netföng félagsmanna fyrir aðalfund og mun einnig liggja frammi á fundinum Stjórn Glóðar   Aðventukvöld Glóðar Miðvikudaginn 10. desember  2014 verður hefðbundin aðventustund Glóðar í Gjábakka og hefst kl. 20.00. Á dagskránni verður m.a. að jólalögin óma, lesin jólasaga og Willum Þór Þórsson alþingismaður og íþróttaþjálfari til margra ára  flytur jólahugvekju Jólaglögg og piparkökur við notalega birtu kertaljósa í anda aðventunnar Allir eru velkomnir og án endurgjalds en skálin verður á borðinu eins og venjulega hjá Glóð Sjáumst Stjórn Glóðar Jólagleði í Boðanum kl.19 til 23. Súpa verður á borðum. Verð fyrir súpu og ball kr. 2500 Óli Geir og Rósa.     Fræðslukvöld Glóðar verður í Gjábakka þann 19.nóv.kl. 20.00 Þar ætlar Gunnlaugur K. Jónsson formaður Náttúrulækningafélags Íslands að ræða um mikilvægi hreyfingar og fæðuvals   FRÉTTABRÉF GLÓÐAR Í FEBRÚAR 2014 Liðið ár Komið þið sæl kæru félagar í Glóð. Um leið og ég óska ykkur göfuls og góðs árs þakka ég ykkur samfylgdina á því sem var að kveðja. Það var um margt sérstakt eins og flest undangengin ár eðlilega þar sem félagið er í vexti og mótun.Stærstu viðburðir ársins voru Landsmótið í Vík í Mýrdal 9. og 10. júní þar sem félagarnir fengu 6 gull, 1 silfur og 2 brons. Síðan var annar stór viðburður, Norrænir dansdagar, sem haldnir voru á Örkinni í Hveragerði í september. Þar voru mættir um 100 dansarar og nær helmingur þeirra voru Glóðarfélagar. Marga aðra viðburði væri vissulega hægt að nefna eins og Öskudagsfagnaðinn í Austurbergi, Fimleikalíf þar sem hópur hringdansara fékk silfur og ekki má gleyma Íslandsmeistaramóti DSÍ þar sem hópur I frá Glóð fékk gull í 50+ og Dívurnar fengu Gull í 35+. Hlutverk Glóðar var stórt í Salnum á 20 ára afmæli Gjábakka og margt fleira mætti nefna af afrekum ársins. Afkoma félagsins var með betra móti enda var stjórnin meðvituð um að afmælisár væri á næstu grösum og gott væri fyrir félagið að eiga eitthvað til að fagna 10 ára afmælinu. Þá má nefna hér að siðareglur voru samþykktar og dreift til félagsmanna á árinu. Einnig er vert að geta þess að Glóð tók þátt í stefnumótunarumræðu á vegum UMSK og voru tillögur frá starfshópi samþykktar á aðalfundi. Horft til framtíðar Aðalfundur Glóðar var haldinn í Gjábakka 22. janúar s.l. og kann ég félagsmönnum kærar þakkir fyrir hversu vel var mætt á fundinn en alls voru mættir 44. Á fundinum flutti Kolbrún Halldórsdóttir sálfræðingur erindi um einelti. Á þessum aðalfundi var kosinn Íþróttamaður Glóðar en hingað til hefur farið fram forkosning og viðurkenning veitt á aðventuhátíð Glóðar. Það var Dóra Hannesdóttir sem hlaut þessa viðurkenningu fyrir árið 2013. Þá var í fyrsta sinn kosinn Íþróttahópur Glóðar og var Línudanshópur Glóð I kosinn. Á fyrsta fundi skipti stjórnin með sér verkum. Stjórnin er þannig skipuð þetta ár: Formaður; Sigurbjörg Björgvinsdóttir                                                                          Varaformaður; Lára Helgadóttir                                                                                            Gjaldkeri; Jóhanna Axelsdóttir                                                                                        Varagjaldkeri; Rósa Benónýsdóttir                                                                                          Ritari; Hulda Ólafsdóttir                                                                                                   Vararitari; Lovísa Jónsdóttir                                                                                           Meðstjórnandi; Svanfríður Magnúsdóttir. Stjórnin stefnir á að halda tvo stjórnarfundi í mánuði á miðvikudögum kl 18.30. Fundarstaður verður í Digranesi en þar er félagið búið að fá aðstöðu fyrir daglegan rekstur. Þar þarf ýmislegt að gera áður en hægt er að opna formlega en á aðalfundinn mætti Valdimar Gunnarsson framkvæmdastjóri UMSK og færði fundinum þær góðu fréttir að sambandið ætlaði að aðstoða félagið við opnun skrifstofunnar. Íþróttanefnd Glóðar verður óbreytt. Formaður Sigríður Bjarnadóttir                                                                                                       og með henni eru Erna Hartmannsdóttir,                                                                                     Jórunn Alexandersdóttir                                                                                                                 og Svana Svanþórsdóttir.                                                                                                           Tengiliður frá stjórn er Rósa Benonýsdóttir. Þjálfarar eru Margrét Bjarnadóttir,                                                                                              Ásta Gylfadóttir og Óli Geir Jóhannesson auk gestaþjálfara. Enn er eftir að finna fólk í fræðslunefnd og eru þeir sem sjá sér fært að leggja lið beðnir að hafa samband við formann.     Verkefni á afmælisárinu Fyrsta verkefni var að yfirfara félagaskrána. Rósa og Sigurbjörg hafa farið yfir hana og reynast félagarnir vera núna í upphafi starfsársins 166. Árgjaldið er það sama og á síðasta ári kr. 2.500.- og eru félagsmenn minntir á að greiða það em fyrst inn á reikning                                              0130-15-381693, kt. 480705-0410.                                                                                    Starfsemi Glóðar er komin vel af stað eftir jólaleyfi og eru nú 5 hópar að dansa Línudans, 1 hópur dansar Hringdansa, 1 hópur dansar Zumba og Ringó er æft tvisvar í viku. Ásta S. Gylfadóttir þjálfari leiðbeinir einu sinni í mánuði en margir sem spila Ringó hafa numið íþróttina árum saman og farið á námskeið svo þeir kannast vel við tökin. Þá er stefnt að því að púttið byrji um leið og viðrar til slíkra æfinga utandyra. Reynt hefur verðið að fá gestaþjálfara en ekki er ljóst hvað verður í þeim málum og eru félagar beðnir að fylgjast með auglýsingum frá Glóð. Síðan er stefnt að því að taka þátt í mótum eins og þjálfarar sjá sér fært og félagarnir. Öskudagsfagnaðurinn verður í Austurbergi þann 5. mars. Félagar hafa oftast tekið þátt í dagskránni við mikinn fögnuð áhorfenda og vænti ég að svo verði áfram. Þann 10. maí hefur félagið Smárann á leigu fyrir afmælisfagnað. Þjálfarar hafa lagt fram drög að dagskrá og byrjað er að æfa. Þjálfarar hafa lagt til að yfirskriftin verði Lífið er í dag - afar vel til fundið og að sýningin hefjist kl. 14.00 og taki um 75 mínútur. Ég hvet ykkur til að taka daginn frá og mæta. Það er nauðsynlegt að fjölmenni verði á þessari sýningu og ætlar Glóð að bjóða upp á afmæliskaffi að henni lokinni. Húsnæðismál Eins og áður sagði er Glóð að fá aðstöðu í íþróttahúsinu Digranesi. Fyrst til að byrja með er aðeins um aðstöðu fyrir daglegan rekstur en síðar gæti félagið líklega fengið meiri aðstöðu til æfinga og fundaaðstöðu. Félagið heldur þó áfram að hafa þá aðstöðu sem það hefur í íþróttahúsi Kópavogsskóla, Smáranum, Boðanum, Gullsmára og Gjábakka. Ekki er ljóst hvenær opnað verður en líklega ekki formlega fyrr en í mars m.a. vegna þess að formaður verður fjarverandi í tvær vikur frá 18. febrúar til 5. mars. Gott væri að heyra frá ykkur hvað ykkur finnst um notkun á þessu húsnæði t.d. hvenær á að vera opið og bara allt sem ykkur dettur í hug varðandi það. Það má senda hugmyndir á sigurbjorgb@simnet.is skilaboð á 896 9774 og eins er síminn 554 3774. Að nálgast upplýsingar Ég vil benda ykkur á að Facebooksíða Glóðar er gott tæki til að fylgjast með hvað er að gerast. Einnig eru viðburðir Glóðar tilkynntir á Staður og stund í MBL. Kópavogspósturinn er líka fús að birta fréttir frá Glóð og svo eru auglýsingar á upplýsingatöflunum í félagsheimilunum og stundum í sundlaugunum og á bókasafninu. Þá eru einnig viðburðir á heimsíðu Glóðar glod.is Hugmynd að lokum Á fyrsta fundi stjórnar lagði formaður fram þá hugmynd að Glóð eignaðist gólffána sem hægt væri að nota við ýmis hátíðleg tækifæri. Það væri tilvalið að vígja hann þann 24. október en þá, fyrir 10 árum, var stofnfundur Glóðar. Stjórn Glóðar datt í hug að bjóða stofnfélögum að leggja þessu verkefni lið. Það mætti hugsa sér að hver stofnfélagi gæfi kr. 1.000.- nú eða kr. 1.500.- og þá væri komið nægt fjármagn. Félagið gæti greitt ef eitthvað vantaði upp á. Gaman væri að heyra hvað ykkur finnst um þessa hugmynd. Formaður er einn stofnfélaga og gæti trúað að þetta yrði eftirminnileg athöfn. Svo að endingu vona ég að við finnum samhljóm í því sem verður á dagskrá á afmælisárinu og hvet alla til að koma með hugmyndir. Haustið er nánast óskipulagt og allar ábendingar vel þegnar. Gefum - Gleðjumst - Njótum F.h. stjórnar Glóðar Sigurbjörg Björgvinsdóttir, formaður         Geymsla grænmetis, berja og rótarávaxta Fyrsti fræðslufundur Glóð ar á haustinu verður í Gjábakka, Fannborg 8 miðvikudaginn 27. ágúst 2014 kl. 20.00 Á fundinum fræðir Guðríður Helgadóttir, líffræðingur fundarmenn um hvernig við getum geymt uppskeru sumarsins Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir en veitingar verða að hætti Glóð ar Sjáumst Stjórn Glóð ar ****   Kínversk leikfimi hjá Glóð Íþróttafélagið Glóð starfar nú á sínu tíunda starfsári. Í tilefni þess býður félagið áhugasömum að kynna sér kínverska leikfimi dagana 14. og 21. maí kl. 17.00 – 18.00 í vestursal Digraness við Skálaheiði í Kópavogi (gengið inn frá Skálaheiði - niðri). * Þátttaka í kynningunni er í boði Glóð ar og án endurgjalds. Það er Anna Kristín Kristjánsdóttir sem sér um kynninguna og er tilbúin að kenna næsta vetur ef áhugi reynist nægur. * Nánari upplýsingar í síma 554 3774 (Sigurbjörg). Hægt er bara að mæta en ekki væri verra að skrá þátttöku áður en mætt er. Stjórn Glóð ar    Félagafundur í Glóð Vorfundur Glóð ar verður haldinn í Gullsmára, Gullsmára 13. miðvikudag 14. maí og hefst kl. 18.30 Stjórn Glóð ar, þjálfarar og formenn nefnda fara yfir störf félagsins á liðnum vetri og horfa til starfseminnar á næsta hausti. Einnig eru tillögur frá félagsmönnum vel þegnar. Í lok fundarins flytur Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur erindi sem hann nefnir Rósemi hjartans. Fundinum lýkur með umræðum og fyrirspurnum um kl. 21.00. Kvöldhressing í boði Glóð ar Gefum - Gleðjumst - Njótum f.h. stjórnar Glóð ar Sigurbjörg Björgvinsdóttir, formaður   Boðsbréf Laugardaginn 10. maí kl. 14.00 – 16.00 verður hátíðasýning í Smáranum í tilefni þess að Glóð starfar nú á sínu tíunda starfsári. Sýningin ber titilinn: Lífið er í dag Það væri Glóð arfélögum mikill heiður og sönn ánægja ef þú/þið sæir/sæjuð þér/ykkur fært að samgleðjast á þessari hátíðastund og þiggja afmælisveitingar Gefum - Gleðjumst - Njótum Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 554 3774 eða 698 5857 F.h. Íþróttafélagsins Glóð ar Drög að dagskrá
 1. Tónlistaratriði
 2. setning
 3. Kanarýeyjar með Glóð
 4. Gestaatrið
 5. Nýtt hjá Glóð
 6. Gestatriði
 7. Tónlistaratriði
 8. afmælisveitingar
Þessi dagsskrá getur breyst lítillega gott að fá að vita fjöldann vegna veitinganna Kv. Sigurbjörg Björgvinsdóttir                   Íþróttafélagið Glóð verður með aðvenukvöld miðvikudaginn 11. des. kl. 20 í Gjábakka Fannborg 8. Nafnlausi leikhópurinn og fleiri verða með skemmtiatriði Jólaglögg og piparkökur í boði Glóðar. Allir velkomnir.   Íþróttafélagið Glóð verður með opið hús í Gjábakka þann 31. ágúst frá kl. 14.00 – 16.00. Eitthvað verður til skemmtunar m.a. pönnukökubaksturskeppni. Seldar verða veitingar. Skráning í keppnina er hjá Sigurbjörgu sími 554 3774 eða 896 9774. Lokadagur skráninga er 30. ágúst kl. 18.00. Allir geta verið með.   Hér kemur árangur Glóðarfélaga á Landsmótinu í Vík sem birtist á heimasíðu UMSÍ Landsmót UMFÍ 50+                                                                                                 Vík í Mýrdal 7. - 9. júní 2013                                                                   BOCCIA Ú R S L I T Völlur 2 og 3                                                   Laugardag kl. 9.00 - 11.30                                                                                       Nafn 1 2 3 4 5 vinn RÖÐ 1 Gjábakki 3                                                                                                                               Páll Þorsteinsson úrslit 4 - 4 10 - 2 2 - 4 4 - 7 20 - 17 4                                                                        Ragna Guðvarðardóttir                                                                                                               Garðar Alfonsson stig 0 2 0 0 2 2 Kubbi 1                                                                                                                                Heiðar Guðmundsson 4 - 4 úrslit 2 - 4 4 - 6 4 - 3 14 - 17 3                                                                      Björn Helgason Röð leikja:                                                                                                                Héðinn Ólafsson 2 stig 0 0 2 4 1. 2 - 5 3 Neisti 2. 4 - 3                                                                                                                      Hilmar Bjartmarz 2 - 10 4 - 2 úrslit 6 - 5 4 - 4 16 - 21 2 3. 1 - 2                                                                     Sigurbjörn Valdemarsson 4. 5 - 3                                                                                                                                    Ágúst Þorsteinsson 0 2 stig 2 2 6 5. 4 - 1 4 Neisti 2 6. 3 - 2                                                                                                                                                          Ólafía Hrönn Ólafsdóttir 4 - 2 6 - 4 5 - 6 úrslit 7 - 4 22 - 16 1 7. 1 - 5                                                      Ester Arelíusardóttir 8. 2 - 4                                                                                                       Sveinn Jóhannsson 2 2 0 stig 2 6 9. 3 - 1 5 FEBAN 10. 5 - 4                                                                                                                   Böðvar Jóhannesson 7 - 4 3 - 4 4 - 4 4 - 7 úrslit 18 - 19 5                                                                       Eiríkur Hervarsson                                                                                                                       Gunnar Guðjónsson 2 0 0 0 stig 2 Landsmót UMFÍ 50+ Vík 2013 - Sund úrslit
 1. grein 50 m skriðsund karla og 2.grein konur
75-79 ára karlar
. 1 Haukur Bergsteinsson Ungmennasamband Kjalarnesþings 1:06,53
80-84 ára konur
. 1 Dóra Hannesdóttir Ungmennasamband Kjalarnesþings 1:32,95
 
 1. grein 100 m bringusund karla og 6.grein konur
75-79 ára karlar
. 1 Haukur Bergsteinsson Ungmennasamband Kjalarnesþings 2:23,62
. 2 Helgi Sigurðsson Ungmennafélagið Skipaskagi 2:39,78
80-84 ára konur
. 1 Dóra Hannesdóttir Ungmennasamband Kjalarnesþings 3:12,32
 
 • 7. gr. 50 m baksund karla og 8.gr. konur
75-79 ára karlar
. 1 Haukur Bergsteinsson Ungmennasamband Kjalarnesþings 2:22,28
80-84 ára konur
. 1 Dóra Hannesdóttir Ungmennasamband Kjalarnesþings 1:33,58
 
 • 9. gr. 100 m skriðsund karla
75-79 ára karlar
. 1 Haukur Bergsteinsson Ungmennasamband Kjalarnesþings 3:13,33
 
 1. grein 4x33 m frjáls aðferð karla/kvenna
3 Norður 1. braut 2:12,91
. Þórey Þórarinsdóttir Ungmennafélagið Fjölnir
. Emilía S. Emilsdóttir Ungmennafélagið Fjölnir
. Haukur Bergsteinsson Ungmennasamband Kjalarnesþings
. Ragnar Marteinsson Ungmennasamband Kjalarnesþings
   
Landsmót UMFÍ 50+ Vík 2013 - Ringó
·         Úrslit ·         Liðsmenn
. Ringó
.
. Glóð 1 Kubbi Glóð 2 HSK Stig
. 1 Góð 1 1 1 0 2
. 2 Kubbi 0 0 0 0
. 3 Glóð 2 0 1 0 1
. 4 HSK 1 1 1 3
.
.
. 1 vs 2 Glóð 1 vs Kubbi 15 - 9
. 3 vs 4 Gloð 2 vs HSK 7 - 15
. 1 vs 3 Glóð 1 vs Glóð 2 16 - 4
. 2 vs 4 Kubbi vs HSK 9 - 15
. 1 vs 4 Glóð 1 vs HSK 12 - 16
. 2 vs 3 Kubbi vs Glóð 2 6 - 16
 
 1. maí s.l. tók hringdansahópur Glóðar undir stjórn Margrétar Bjarnadóttur þátt i mótinu Fimleikalíf í Íþróttahúsi Fjölnis Dalhúsum kl. 12.30. Þátttakendur voru á öllum aldri og Glóð elsti hópurinn. Það voru alls 8 hópar sem tóku þátt og hrepptu Glóðarfélagar silfurverðlaun. Einnig voru skemmtilegar sýningar. Þetta var góður dagur hjá hópnum.
  Myndir og myndband má finna á "facebook" undir liðnum Glóðarfélagar myndir.       Fimleikalíf Sýningarkeppni í hópatriðum verður haldið  1. maí kl. 12.30 (stendur í ca. klukkutíma )í Fimleikahúsi Fjölnis, Dalhúsum 2, Grafarvogi. Hringdansahópur Íþróttafélagsins Glóðar tekur þátt. Gaman væri að sjá Glóðafélaga í áhorfendahópnum. Þetta er 1. mót sínnar tegundar og er samvinnuverkefni FSÍ og Fimleikadeildar Fjölnis.. Fyrirmynd þessa keppnisforms er "Gym for live" sem Alþjóðafimleikasambandið hélt í fyrsta skipti í Austurríki árið 2009. Sú keppni er haldin 4 hvert ár og verður næst í Cape Town Suður-Afríku 2013. Frá Íþróttanefnd Glóðar   Mótið hefst kl. 10.30. Línudansarar frá Glóð taka þátt.   Línudansball í Boðanum Glóð in verður með Línudansball í Boðanum föstudaginn 19. apríl n.k. Dansað verður frá kl. 20.00 – 23.00 Óli Geir stjórnar dansinum Aðgangeyrir kr. 1.000.- Allir eru velkomnir Skemmti- og fjáröflunarnefndnin   Skemmtun í Boðanum Föstudaginn 12. apríl n.k. verður eldra fólk frá Reykjanesbæ gestir Glóð ar Af því tilefni verður skemmtun í Boðanum sem hefst kl. 15.00 Veitingar verða kaffi og með því Óli Geir stjórnar fjörinu Aðgangseyrir kr. 700.- (ekki kortavél og helst að vera með akkúrat) Glóð arfélagar og gestir þeirra velkomnir Skemmti- og fjáröflunarnefndin ---------------------------------------------------------------------------------- Magadans Ákveðið hefur verið að fara af stað með tilraunaverkefni á vegum Glóðar sem er námskeið í Magadansi Námskeiðið verður 4 skipti einu sinni í viku á fimmtudögum kl. 17.00 í íþróttahúsi Kópavogsskóla og hefst þann 7. febrúar Þátttökugjald fyrir 4 skipti er kr. 2.000.- Þjálfari verður Margrét Erla Maach Enn er hægt að bæta við á námskeiðið og hægt að skrá sig til kl. 16.00 á miðvikudaginn 6. febrúar Hugmyndin er að í boði verði þjálfun í magadansi næsta vetur ef nægur áhugi reynist Ringóiðkendur athugið að fimmtudags tíminn færist yfir á miðvikudaga kl. 16.00 á meðan á Magadans námskeiðinu stendur Sjáumst Stjórn Glóðar Stjórn Glóð ar kom saman á fyrsta fundi ársins 2013 þann 5.jan. og samþykkti þar eftirfarandi gjaldskrá fyrir jan – apríl 2013 að báðum mánuðum meðtöldum Félagar sem æfa einu sinni í viku greiði kr. 9.000.- Utanfélagsmenn sem æfa einusinni í viku greiða kr. 11.000.- Félagar sem æfa tvisvar í viku greiða kr. 16.000.- Utanfélagsmenn sem æfa tvisvar í viku greiða kr. 18.000.- Æfingadagskráin er óbreytt á vorönn.   Glóðin í Ráðhúsi Reykjavíkur Sunnudaginn 10. febrúar kl. 15.50 – 16.10 sýna félagar úr Íþróttafélaginu Glóð í Kópavogi dans í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af Vetrarhátíð Reykjavíkur Þjálfarar félagsins, þau Margrét Bjarnadóttir og Óli Geir Jóhannesson, hafa samið og æft dansatriði þar sem blandað er saman þjóðlegum hringdönsum og línudansi Allir eru velkomnir og án endurgjalds Fræðslufundur Glóðar   Þann 19 janúar kl. 13.00 verður almennur fræðslufyrirlestur í Íþróttafélaginu Glóð haldinn í Félagsheimilinu Gullsmára 13 * Fyrirlesari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur * Efni fundarins verður:
 1. a) Hvað er liðsheild?
 2. b) Hvað einkennir þau lið sem ná árangri?
 3. c) Hvernig er hægt að nýta þá þekkingu?
* Hafrún notar aðferðir íþróttasálfræðinnar hvernig stuðla megi að sterkari liðsheild * Fyrirspurnir og umræður * Allir eru velkomnir * Sjáumst * Stjórn Glóðar   Fundarboð   Aðalfundur Íþróttafélagsins Glóðar verður haldinn miðvikudaginn 23. janúar 2013 kl. 20.00 í Gjábakka, Fannborg 8. Kaffi og kleinur í boði félagsins Dagskrá
 1. Formaður setur fund
 2. Tilnefndir fundarstjóri og fundarritari
 3. Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd
 4. Tillögur lagðar fyrir fundinn
 5. Skýrsla stjórnar a) starfsskýrsla b) skýrsla gjaldkera
 6. Starfsáætlun nefnda a)Íþróttanefnd b) Fræðslunefnd c) aðrar nefndir
 7. Félagsgjald ákveðið
 8. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn
 9. Kosning í nefndir
 10. Kosning skoðunarmanna reikninga
 11. Kosning fulltrúa á þing UMSK
 12. Tillögur afgreiddar
 13. Önnur mál
Á meðan notið er veitinga verður rætt um ferðina til Kanarý sem farin var í nóv. s.l. Ef til vill verða sýndar myndir sem teknar voru í ferðinni. Stjórn Glóðar vonar að sem flestir félagar mæti og taki með sér gesti. F.h. stjórnar Glóðar Sigurbjörg Björgvinsdóttir formaður       Íþróttafélagið Glóð verður  með aðventukvöld   miðvikudaginn 12. des. kl. 20 í Gjábakka Fannborg 8. Angelica frá Mexico segir frá jólahaldi í heimalandi sínu.                             Sigurbjörg Björgvins rifjar upp bernskujól sín.                                                     Íþróttamaður Glóðar 2012 heiðraður.   Allir velkomnir. Fræðslunefndin.         Línudansleikur verður í Boðanum Boðaþingi 9 föstudaginn 14. des.
 1. 20.00 – 23.00
Stjórnandi Óli Geir Aðgangur kr. 1000 Skemmtinefnd Glóðar -------------------------------------------------------------   Á laugardaginn 10. nóv. voru Glóðarfélagar með generalprufu fyrir "Blumefestival" sem tókst mjög vel. Íþróttafélagið Glóð verður með fræðslukvöld miðvikudaginn 17. okt. kl. 20 í Gjábakka Fannborg 8. Benedikt Hjartarson eini Íslendingurinn sem hefur synt yfir Ermarsund heldur fyrirlestur um reynslu sína og kynnir sjósund og sjóböð Veitingar að hætti Glóðar. Allir velkomnir. Fræðslunefndin.   Íþróttafélagið Glóð   laugardaginn 29. september næstkomandi í Gjábakka Fannborg 8. Húsið verður opnað kl. 14. Glæsilegar tertur og gómsæt brauð á boðstólum og margt góðra ódýrra muna á markaðnum.   Á boðstólum verður kaffi og kleinur á 500 kr. Komið og gerið góð kaup Nefndin ---------------------------------------------------------------------------------------------- Íþróttafélagið Glóð Línudansleikur verður í Boðanum Boðaþingi 9 laugardadinn 22. sept.
 1. 20.00 – 23.00
Stjórnandi Óli Geir Aðgangur kr. 1000 Skemmtinefnd Glóðar -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------   Íþróttafélagið      Glóð heldur fyrsta fræðslukvöld vetrarins miðvikudaginn 19. sept. kl. 20 í Gjábakka Fannborg 8. Þórir Steingrímsson leikari heldur fyrirlestur um hvað skiptir mestu máli í framkomu og flutningi talaðs máls. Veitingar að hætti Glóðar. Allir velkomnir. Fræðslunefndin.      
 1. Landsmót UMFÍ 50+
Mosfellsbæ 8.–10. júní 2012 Árangur Glóðarfélaga á mótinu var mjög góður eins og sést hér fyrir neðan (Sjá myndir á myndasíðunni) Línudans Úrslit í línudansi á 2. Landsmóti UMFÍ í MOsfellsbæ: Gyðjurnar
 1. Sæti Gyðjurnar - Glóð
  Neisti
 1. Sæti Neisti - Glóð
    Kópar 4. Sæti Kópar - Glóð Pútt     Úrslit í pútti á 2. Landsmóti UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ: Karlar 1. Sæti Ísleifur Guðleifsson (31 högg) 2. Sæti Stefán Haukur Ólafsson (35 högg) 19/16 3. Sæti Páll Guðmundsson (35 högg) 18717 Glóð Konur 1. Sæti Guðlaug Rakel Pétursdóttir (34 högg) 18/16 Glóð 2. Sæti Svana Svanþórsdóttir (34 högg) 18 /17 Glóð 3. Sæti Gerða Halldórsdóttir (34 högg) 17/17 Ringó Úrslit í ringó á 2. Landsmóti UMFÍ 50+ í Mosfellsbænum 2012.
 1. Sæti Samhygð. 2. Sæti Glóð 1. 3. Sæti Glóð 2. 4.-5. Sæti Glóð 3. 4.-5. Sæti Þorlákshöfn 1. 6. Sæti Þorlákshöfn 2.
Sund Grein 1 Karlar 75-79 50 SC Metri Skriðsund
 1. Sæti  Haukur Bergsteinsson 76 Ungmennasamband Kjalarnesþings 1:11.08 Glóð
Grein 2 Konur 80-84 50 SC Metri Skriðsund
 1. Sæti Dóra Hannesdóttir 83 Ungmennasamband Kjalarnesþ. 1:41.30 Glóð
Grein 5 Karlar 75-79 100 SC Metri Bringusund                                                                                            1. Sæti Haukur Bergsteinsson 76 Ungmennasamband Kjalarnesþ. 2:26.30 Glóð Grein 8 Konur 80-84 50 SC Metri Baksund                                                                                                 1. Sæti  Dóra Hannesdóttir 83 Ungmennasamband Kjalarnesþings 1:26.78 Glóð   Íþróttafélagið Glóð heldur púttnámskeið á púttvellinum við Kópavogslæk, 24. maí til 7. júní. Kennt á þriðju- og fimmtudögum kl. 9.30-10.15. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Kennari Svanþór Ólason. Námkeiðsgjald kr. 500.- hvert skifti. Upplýsingar í síma 564 4515 og 866 4076. ---------------------------------------------------------------------------------------------- Dómaranámskeið í Boccia UMSK mun standa fyrir dómaranámskeiði í boccia þriðjudaginn 5. júní kl. 17:30 í Íþróttamiðstöðinni Varmá Mosfellsbæ. Námskeiðið er opið öllum áhugasömum og er gjaldfrjálst. Vinsamlegast skráið ykkur á skrifstofu UMSK í síma 514 4090 eða með tölvupósti umsk@umsk.is Ungmennasamband Kjalarnesþings Þið munið svo Landsmót UMFÍ 50 + í Mosfellsbæ enn er opið fyrir skráningar upplýsingar eru inn á www.landsmotumfi50.is Kær kveðja, Sigurður Guðmundsson Landsfulltrúi UMFÍ /Almenningsíþróttir Sími: 568 29 29 Gsm: 861 33 79 Netfang: sigurdur[hjá]umfi.is ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------   Fræðslufundur Glóðar var haldinn í Gjábakka 14 mars. Þar flutti Katrín Gunnarsdóttir MS heilsuhagfræðingur og danskennari fróðlegt og skemmtilegt erindi um heilsuhagfræði. Sigríður Bjarnadóttir fyrrverandi formaður Glóðar gaf félaginu 3   mynda album þar sem lesa má sögu félagsins fyrstu 5 starfsárin.  Lorens Rafn talaði um fyrirkomulag ferðarinnar til Kanarí í nóvember. Fréttir af Glóðinni Íþróttadagur aldraðra var haldinn hátíðlegur eins og undanfarin ár í Austurbergi á Öskudaginn  22. febr. s.l.  Félagar úr Glóð  fjölmenntu þangað og voru í aðalhlutverki. Myndirnar sem hér fylgja tala sínu máli. ( Sjá myndir á myndasíðunni) Félagið kynnti þar kastleikinn Ringó sem félagið flutti til Íslands frá Danmörku fyrir nokkrum árum.  Á landsmótinu U.M.F.Í fyrir 50+  sem haldið verður að Varmá í Mosfellsbæ dagana 8 – 10 júní verður þessi íþrótt á meðal keppnisgreina á landsmóti enda nokkrir hópar farnir að æfa af fullum krafti.   Hægt er að kaupa kasthringina hjá Glóð.. Glóðin hefur nú fengið aðstöðu í Kórnum og er nú svo komið að nokkrir félagar eru yngri en 50 ára enda félagið opið fyrir alla óháð aldri og búsetu.  Félagið æfir nú fyrir Línudansmót UMSK sem haldið verður á Varmá í Mosfellsbæ 24. mars og einnig fyrir Íslandsmeistaramót DSÍ sem haldið verður 28. apríl.  Þá verður einnig keppt í Línudansi á Landsmótinu 50+ sem áður er getið.  Félagið er einnig að hefja æfingar fyrir Blómahátíðina sem verður á Kanarý síðast í nóvember. Fyrsta fræðsluerindi ársins verður 14. mars kl. 20.00 í Gjábakka.  Þar flytur Katrín Gunnarsdóttir heilsuhagfræðingur erindi.  Hún er einnig danskennari og  geta því dansiðkendur spurt hana um tengsl heilsuhagfræði og dansins. Á þessu sést að það er líf og fjör í Glóð. Þar æfa á annað hundrað einstaklingar en samt er alltaf pláss fyrir fleiri . Nánari upplýsingar veitir formaður Glóðar Sigurbjörg Björgvinsdóttir  sigurbjorgb@simnet.is eða á heimsíðu Glóðar  glod.is.   Skýrsla stjórnar fyrir árið 2011 Ágætu félagar. Árið 2011 var viðburðaríkt og annasamt hjá okkur Glóðarfélögum. Stjórnin hélt 17 stjórnarfundi og fræðslunefnd stóð fyrir 4 fundum á starfsárinu. Auk þess sóttu stjórnarmenn og félagar ýmsa funda bæði með UMSK vegna hugmynda um aðkomu Glóðar að Landsmóti UMSÍ 50+, og öðrum aðilum vegna annara mála. Hugmyndir að aðkomu Glóðar að Boðanum náðu ekki fram að ganga. Við getum glaðst yfir að við fengum framtíðar aðstöðu í Kórnum fyrir dót okkar og fundarhöld. Og vonast ég til að ný stjórn láti þetta tækifærið ekki ganga sér úr greipum því alltaf er verið að ganga á okkar tíma í Kópavogsskóla. En þetta voru nú ekki aðal störfin okkar á þessu starfsári, þau sem voru miklu áhugaverðari og árangusríkari, var hin mikla þáttaka ykkar félagsmanna í æfingum og sýningum á starfsárinu. Félagið tók þátt í öskudagsfagnaði í Austurbergi á öskudag að vanda og voru sýndir bæði línudansar og hringdansar í þremur hópum. Tveir flokkar kepptu á UMSK línudansmótinu 50+ í Mosfellsbæ hreppti annar þeirra önnur verðlaun. Einnig sendi félagið tvo hópa á Íslandsmót í línudönsum og náði annar þeirra í þriðju verðlaun. Félagið tók þátt í Digraneshátíð og sýndi þar bæði línudansa og hringdansa og kynnti einnig aðrar greinar hjá félaginu, eins og Ringó og pútt. Námskeið í pútti var haldið á púttvelli félagsins við Kópavogslæk með um 20 manns, er lauk með móti. Sigurvegararnir mynduðu síðan sveit félagsins sem keppti á púttmóti FÁÍA í september og urðu þar í níunda sæti af 20 sveitum. Félagið kynnti Ringó á Landsmóti UMFÍ 50+  á Hvammstanga. En tók ekki þátt í mótinu að öðru leyti. UMSK hafði samband við okkur um hvort við værum til í að vera með í undirbúningsframkvæmdum ef UMSK sækti um að halda Landsmót UMFÍ 50+ 2012. Formaður og Margrét Bjarnadóttir fóru á fund með framkvæmdastjóra UMSK. Þar lýstum við hvernig okkar hugmyndir á svona móti ætti að vera, sem er töluvert öðruvísi en haft var á Hvammstanga. Var fallist á hugmyndir okkar og er Margrét fulltrúi okkar í landsmótsnefnd. Við skipuðum síðan starfsnefnd, í henni eru þjálfarar okkar og Elín Helgadóttir, eru þau starfsgreina stjórar mótsins hver á sínu sviði. Þá tók félagið þátt í Kópavogsdögum með hringdönsum og kynningu á félaginu m.a. með nýjum kynningarbæklingi félagsins. Eftir sumarhvíld byrjuðum við á að bjóða til okkar vinum okkar úr FEBAN á Akranesi og þáðu um 30 félagar boðið og var skemmt sér langt frameftir kvöldi. Þá hafði félagið furðufataball fyrir félagsmenn og var það vel sótt og margir furðufuglar á sveimi á svæðinu. Þessar uppákomur svo og fjáröflunin 17. júni og Glóðargaman sá fjáröflunar og skemmtinefnd félagsins um, en hana skipa Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Ragna Guðvarðardóttir og Sigurrós Geirmundsdóttir og vil ég þakka þeim stöllum fyrir vel unnin störf. Félagið auglýsti tvær nýjar greinar ZUMBA, sem náði strax mikilli hylli, sem virðist vera að aukast, og PÍLATES sem ekki náði að fótfesta sig. Þá tók félagið tvær greinar af skrá, Boccia og stafgöngu þar sem rekstrargrundvöllur er ekki fyrir hendi vegna kostnaðar. Óli Geir þjálfari okkar kom að máli við félagið um hvort við vildum taka á móti sýningar og keppnisflokki hans inn í félagið og flokkurinn myndi þá koma fram undir nafni félagsins. Það var einróma samþykkt að verða við þessu og bíð ég flokkinn velkominn  í félagið svo og alla þá sem gengið hafa í félagið á árinu. Ég veit að þetta fólk á eftir að efla og styrkja félagið í framtíðinni. (Klapp) Félagið bauð til stefnumótunar fundar þar sem þjálfarar félagsins og ritari voru í fyrirsvari og leiðbeindu þáttakendum. Mjög góður árangur var af þessu og félagar úr ólíkum greinum kynntust betur og tóku sameiganlegar ákvarðanir inn í framtíðina. Í September barst okkur sem tóku þátt í kvikmyndaæfintýrinu í Smáralindinni á síðasta ári boð á frumsýningu á myndinni sem heitir “Gegn”. Fjallar hún um 9 menningana sem kærðir voru af Alþingi, svo og um mótmæli götunnar vegan hrunsins. Okkar sena var innkaup nauðsynja undir sérstöku hljómfalli. Allir virtust hafa lúmskt gaman af þátttökunni. Fimleikasamband Íslands kynnti í nóvember Golden Age ferðina 2012 til Ítalíu.Var hún mjög dýr að okkar mati og erfitt ferðalag vegna millilendinga Kom þá upp tillaga að fara heldur til Kanarý á Blómahátíð. Var gerð könnun á vilja félagsmanna meðal iðkenda í línudansi og hringdönsum og var aðeins einn sem vildi fara til Ítalíu frekar en Kanarí af um 40 sem þátt tóku í könnunni. Það er sér liður undir önnur mál þar sem ég fer nánar í málið   Jólafundur félagsins var haldinn í Gjábakka og var þar meðal annars lýst kjöri íþróttamanns Glóðar 2011. Kjörin var Sigríður Bjarnadóttir með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða enda er hún mjög fjölhæfur íþróttamaður, Hún er frumkvöðull að Ringói á Íslandi, æfir, keppir og sýnir með félaginu línudans og hringdansa auk þess að vera sterkur félagsmálamaður.   Skráðir félagar eru nú 127. Fallið hafa af félagaskrá 9. Á árinu æfðu á milli 60 og 70 manns línudans, rúmleg 20 manns hring-dansa, Ringó 8 til 15 manns, Zúmba 15 til 20manns og pútt 10 til 14 manns. Stafganga 3-6 í hvorum flokki og Boccia 4-5   Eftir aðalfund félagsins sem var haldinn 30. jan. 2011 hér í Gjábakka varð til eftirfarandi stjórn í félaginu: Lórens Rafn, formaður.  Sigurbjörn H. Ólafsson, varaformaður, Steinunn Ingimundardótt, ritari, Jóhanna Axelsdóttir,  gjaldkeri og Samúel Guðmundsson, vara ritari. Varastjórn: Friðgeir Guðmundsson og Sigurbjörg Björgvinsdóttir   Í nefndum félagsins sátu, Íþróttanefnd: Páll Guðmundsson, formaður. Sigríður Bjarnadóttir. Helga Jóhannsdóttir, Svana Svanþórsdóttir, og frá stjórn, Jóhanna Axelsdóttir.   Fræðslunefnd: Stefán Friðbjarnarson, fromaður. Dóra Hannesdóttir, Sveinn Kristjánsson, Sigríður Ottesen og frá stjórn Sigurbjörn H. Ólafsson.   Í uppstillinganefnd eru Erna Hartmannsdóttir, Margrét Bjarnadóttir og Vilhjálmur Pétursson.   Þá hefur Ragna Guðvarðardóttir og Haukur Bergsteinsson séð um auglýsingamál fyrir okkur í Morgunblaðinu og Haukur hefur séð alfarið um heimasíðuna.okkar.   Þjálfara félagsins á árinu hafa verið: Ásta S. Gylfadóttir, Sigurlín Baldursdóttir, Svanþór Ólafson, Rósa Benónýsdóttir, Óli Geir Jóhannesson, og okkar aðalþjálfari og prímus motor Margrét Bjarnadóttir. Öllu þessu fólki færi ég bestu þakkir fyrir samstarfið án þeirra og ykkar félagsmanna sem hafið tekið þátt í öllum þessum æfintýrum á árinu væri Íþróttafélagið Glóð ekki til.   Þar sem ég af persónulegum ástæðum mun ekki gefa kost á mér til stjórnarstarfa í náinni framtíð þakka ég ykkur öllum fyrir frábært samstarf síðastliðin sjö ár sem í minni minningu hafa verið framúrskarandi, þroskandi og skemmtileg ár.   Lórens Rafn. Form.     Dansiball Glóðar verður í Boðanum föstudaginn 18. maí Dansað verður frá kl. 20.00 – 23.00. Óli Geir stjórnar af sinni alkunnu snilld Aðgangseyrir er kr. 1.000.- greitt við innganginn * Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir Hægt að væta kverkarnar með heitu og köldu Sjáumst Skemmtinefnd Glóðar Línudanshátíð Glóðar  verður í Kórnum við Vallarkór laugardag 14 apríl frá kl. 20.00 – 23.00. Allir eru velkomnir. Aðgangseyrir kr. 1.000.- og innifalið molakaffi. Óli Geir stjórnar. Línudansmót U.M.S.K. var haldið 24. mars sl. að Varmá í Mosfellsbæ. Átta lið tóku þátt, Glóð sendi þrjú lið og komust tvö í vinningssæti. Hópur I sem kallar sig Kópana var í 3ja sæti og hópur III (Glóð I) vann keppnina. (Sjá myndir á myndasíðunni) Næsta fræðslukvöld Íþróttafélagsins Glóðar verður miðvikudaginn 14. mars kl.20 í Gjábakka Fannborg Katrín Gunnarsdóttir MS heilsuhagfræðingur og danskennari flytur erindi um almenna heilsuhagfræði. Veitingar að hætti Glóðar Allir velkomnir. Fræðslunefndin.   Fundarboð Aðalfundur íþróttafélagsins Glóðar verður haldinn Laugardaginn 28. janúar 2012 kl. 14,00 í Gjábakka Fannborg 8 Kópavogi. Kaffi og kleinur í boði félagsins. Dagskrá:
 1. Setning fundarins.
 2. Tilnefndir fundarstjóri og ritari.
 3. Fundargerð síðasta fundar.
 4. Skýrsla stjórnar.
 5. Reikningar félagsins.
 6. Starfsáætlun nefnda.
 7. Ákveðið félagsgjald.
 8. Kosning stjórnar og varamanna.
 9. Kosið í nefndir og kosning fulltrúa á þing.
 10. Önnur mál.
 11. Sýningarferð til Kanarý í nóv.
Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti                          Fyrir hönd stjórnar . Lórens Rafn, formaður.   Tvö lið frá Glóð sem kölluð sig Kóparnir og Neista kepptu á mótinu að Varmá og unnu Neisti silfur verlaunin. Sjá myndir á myndasíðunni. Á myndasíðuna er einnig komnar myndir frá heimsókn á Akranes 28. maí 2010 ---------------------------------------------------------   Fréttabréf Glóðar Kópavogi í maí 2011 Ágæti félagi, Gleðilegt sumar. Við sendum þér hér upplýsingum um það sem er á döfinni hjá félaginu á næstunni, ásamt fréttum af því sem hefur verið að gerast. Allir Glóðarfélagar eru boðaðir á stefnumótunarfund miðvikudaginn 25. maí 2011 kl. 15,00 í Húnabúð, Skeifunni 11 Reykjavík. Tekið verður fyrir fyrsta kjörorð Glóðar: HREYFING. Hvernig sjáum við þetta ár 2011 og þau næstu, 2012-2014? Hvað viljum við sjá að verði þjálfað og kennt næsta vetur? Í hvaða mótum eigum við að taka þátt, bæði innanlands og utan? Hvaða skemmtanir og uppákomur sjáum við fyrir okkur? Þjálfarar félagsins, Óli Geir og Margrét, báðu um fund til að móta stefnu félagsins á næstu árum. Haldinn var undirbúningsfundur í Húnabúð 11. apr. sl. Tilnefnd á fundinn ásamt þeim var aðalstjórn, einn úr hverri nefnd félagsins og nokkrir félagar aðrir, samtals 15 manns. Allir gátu mætt nema tveir. Hver og einn setti niður á blað þær greinar er hann taldi að félagið ætti að þjálfa. Sömu greinar komu fram hjá flestum, sem núna eru þjálfaðar en einnig margar nýjar greinar. Fundarmenn reyndu  að áætla hve margir myndu stunda hverja grein. Rætt var um mót innanlands og utan. Í hverju eigum við að taka þátt? Mikið er um mót á næsta ári og þurfum við að gera okkur grein fyrir því hvert við höfum hug á að stefna. Einnig var rætt um skemmtanir og uppákomur. Nú er skorað á alla félaga Glóðar að mæta á stefnumótunarfundinn með fullt af hugmyndum í farteskinu svo félagið megi eflast. Einnig er vakin athygli á hugmyndakössum á félagsmiðstöðvunum, Boðanum, Gjábakka og Gullsmára. Furðufataball var haldið í Boðanum í mars, margir mættu og tókst það mjög vel. Annað línudansmót UMSK var haldið í Mosfellsbæ. Glóð sendi tvo hópa og stóðu þau sig vel. Annar hópurinn, sá er kallaði sig Neista, fékk önnur verðlaun. Þetta er sami hópurinn og fékk þriðju verðlaun í fyrra. Hvað gerist að ári? Þessir hópar tóku þátt í Íslandsmóti DSÍ í línudönsum 7. maí og hlutu önnur og fjórðu verðlaun. Glóð tók þátt í Digranesdögum 7.-8. maí, Í sumar verður námskeið í pútti þegar völlurinn verður tilbúinn og verður það auglýst síðar. Breytingar hafa orðið á stjórn félagsins. Steinunn Ingimundardóttir sagði sig úr stjórn félagsins og Lórens Rafn kom úr leyfi og tók við sem formaður. Minni síðan að lokum á heimasíðu Glóðar  www.glod.is. Með kveðju. Fyrir hönd undirbúningsfundar. Steinunn Ingimundardóttir   Fræðslunefnd Glóðar efnir til kynningar á QI GONG kínverskri hreyfiíþrótt í félagsheimilinu Gjábakka miðvikudaginn
 1. desember milli kl. 20 og 21,30.
BJÖRN BJARNASON fyrrv. ráðherra, verður gestur fundarins - og kynnir þessa fornu og forvitnilegu leið til að viðhalda heilbrigði iðkenda. – Á fundinum verður kynnt kjör á íþróttamanni Glóðar árið 2011.  JÓLAGLÖGG! Allir velkomnir. - Enginn aðgangseyrir. Hittumst hress á þessum síðasta fræðslufundi Íþróttafélagsins Glóðar á árinu 2011 og eigum saman ánægjulega kvöldstund. - SJÁUMST!   Fræðslunefnd Íþróttafélagsins G L Ó Ð A R.   PILATES (Æfingar með stórum boltum) Byrjenda námskeið á miðvikudögum kl.17:00.  í Kópavogsskóla   Glóðargleði í Gjábakka Hin árvissa Glóðargleði verður í Gjábakka laugardag 1. október Dagskráin hefst kl. 13.00 með markaði þar sem boðnir verða til sölu eigulegir og nytsamir hlutir og allir á þægilegu verði.  Fólk er hvatt til að koma með muni á markaðinn föstudag 30. sept. kl.14.00 – 16.00 og á laugardaginn 1. okt. frá kl. 11.00 Um kl. 14.00 hefst síðan skemmtidagskrá.  Margt verður til skemmtunar m.a. kemur Stefán Helgi Stefánsson söngvari með nýtt skemmtiprógram.  Óli Geir danskennari og hans félagar bregða á leik -  kynna meðal annars Sumba,  dansinn sem fer eins og eldur í sinu meðal fólks á öllum aldri.   Margrét Bjarnadóttir íþróttaþjálfari og hennar lærisveinar mæta og það er aldrei að vita hvað þeim dettur í hug.  Eitthvað fleira dettur svo inn í vikunni Aðgangseyrir er kr. 1.500.- og innifalið er Kaffi og kleina Fólk á öllum aldri er boðið velkomið Sjáumst  með góða skapið * Skemmti- og fjáröflunarnefndin   Akurnesingar heimsækja Glóð Laugardaginn 17. september taka Glóðarfélagar á móti íþróttaiðkendum frá Akranesi í Boðanum í Boðaþingi Á dagskránni sem hefst kl. 20.00  verða þjálfarar Glóðar í aðalhlutverki en ef fólk lumar á einhverjum skemmtilegum leikjum er það vel þegið Í boði verða súpur og brauð eins og hver vill, kaffi og eitthvað sætt með auk “guðaveiga” sem verða seldar á vægu verði Verðinu er stillt í hóf og er aðgangur aðeins
 1. 1.500.-
Glóðarfélagar !  Fjölmennum og tökum vel á móti Akurnesingum Stjórnandi Óli Geir danskennari Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi þriðjudag 13. sept. Sjáumst hress og kát !!!! Skemmtinefnd Glóðar   NÁMSKEIÐ Í PÚTTI Hefst 16. júní á púttvellinum við Kópavogslæk, kl.17.00 Kennari, Svanþór Ólason.  Námskeiðsgjald kr. 1500. Upplýsingar og skráning í símum 5542780 og 5642208 og glod@simnet.is. KÓPAVOGSSKÓLI Línudans hefst 9. ágúst Hringdansar hefjast í fyrrihluta september.Þátttaka á námskeiðum og æfingum GLÓÐAR er öllum opið óháð aldri og búsetu. Uppl. í símum 5542780, 5545330, og á heimasíðu GLÓÐAR <glod.is> ÆFINGASKRÁ Á æfingasvæðinu við Kópavogslæk. Sumar 2011 RINGÓ:   Mánudaga      Kl. 13,00 Miðvikudaga  Kl. 13,00 PÚTT:  Þriðjudaga    Kl.  17,00 Fimmtudaga  Kl.  17,00     Fréttabréf Glóðar Kópavogi í febrúar 2011   Ágæti félagi,   Aðalfundur Glóðar var haldinn í Gjábakka 30. jan. sl. og sóttu hann 27 manns.   Í stjórn félagsins eru: Lórens Rafn Kristvinsson, formaður, en hann verður í leyfi frá  störfum um tíma. Sigurbjörn H. Ólafsson, varaformaður og gegnir hann störfum formanns á meðan Lórens er í leyfi. Jóhanna Axelsdóttir, gjaldkeri, Steinunn Ingimundardóttir, ritari, og Samúel Guðmundsson. Samúel sér um upplýsingar til Hauks Bergsteinssonar vegna heimasíðu Glóðar og einnig sjá hann og Friðgeir Guðmundsson, sem er í varastjórn, um að mynda hina ýmsu atburði félagsins. Friðgeir sér um auglýsingar í samráði við Samúel. Sigurbjörg Björgvinsdóttir er einnig í varastjórn.   Í íþróttanefnd eru: Páll Guðmundsson, formaður, Helga Jóhannsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir og Svana Svanþórsdóttir, og frá stjórn Jóhanna Axelsdóttir.   Í fræðslunefnd eru: Dóra Hannesdóttir, Sigríður Þ. Ottesen, Stefán Friðbjarnarson og Sveinn Kristjánsson, og frá stjórn Sigurbjörn H. Ólafsson.   Á aðalfundi var stofnuð fjáröflunar– og skemmtinefnd með það markmið að halda utan um hina hefðbundnu fjáröflunardaga félagsins og jafnvel finna nýjar fjáröflunarleiðir. Ætlunin er halda skemmtanir þar sem félagsmenn úr öllum greinum sem stundaðar eru í félaginu hittist, kynnist og skemmti sér saman.   Í þessari nefnd eru: Ragna Guðvarðardóttir, Sigurbjörg Björgvinsdóttir og Sigurrós Geirmundsdóttir. Félagsgjald   Úr sal kom uppástunga um að hækka félagsgjaldið í kr. 2.500 og var það samþykkt. Greiða þarf gjaldið fyrir fyrsta apríl. Eftir það verða sendir út gíróseðlar á kostnað viðkomandi. Reikningur Glóðar er: 0130-15-381693 kt. 480705-0410. Vinsamlegast látið nafn fylgja með og að greiðslan sé félagsgjald. Æfingagjald verður óbreytt kr. 1800 á mánuði fyrir hverja grein. Félagsmenn greiða aðeins fyrir tvær greinar þó fleiri séu stundaðar. Utanfélagsmenn greiða kr. 2000 fyrir hverja grein eins og áður. Æfingagjöld þarf að greiða í upphafi hvers mánaðar.   Á döfinni:   Tveir línudanshópar eru farnir að æfa fyrir línudansmót UMSK sem verður í mars að Varmá. Hugað er að þátttöku í Íslandsmeistaramóti Danskennarasambands Íslands í línudönsum í apríl. Um 80 manns æfa línudans í þremur hópum. Áætlað er að taka þátt í öskudagshátíð FÁÍA í mars.   Fyrirhugað er að bjóða nemendum á íþróttabraut Háskólans í Reykjavík og/eða íþróttadeild Háskóla Íslands að koma í heimsókn og leika 1-2 leiki í Ringó. Einnig verður athugað hvort UMSK vill halda mót í Ringó, en Afturelding er búin að kaupa 10 hringi af Glóð. Á dagskrá er ganga í Guðmundarlund í vor og jafnframt er ætlunin að koma á púttkennslu eins og sl. sumar.   Furðufataball verður haldið í Boðanum 26. febrúar nk. kl. 20 þar verður dansað, sungið o.fl. Aðgangur er ókeypis en veitingar seldar á barnum.   MÆTUM ÖLL OG EIGUM SKEMMTILEGA OG GÓÐA STUND SAMAN.     Æfingaskrá á vorönn   Ringó                   Mánudaga      kl. 11,30   SMÁRINN Miðvikudaga  kl. 15,30  Kópavogsskóli     Kópavogsskóli: Línudans             Þriðjudaga      kl.  14,40    hópur  1
 1.    16,10    hópur  2
 2.    17,40    hópur  3 (byrjendur)
  Hringdansar        Fimmtudaga   kl.   17,00   Minnum á heimasíðu Glóðar  www.glod.is   Hittumst heil í Boðanum.   Fyrir hönd stjórnar Glóðar Steinunn Ingimundardóttir, ritari     Nýtt byrjendanámskeið í Hringdönsum hefjast 4.mars og verður á föstudögum kl. 14.40 í Kópavogsskóla. Skráning í síma 554-1346 Allir eru velkomnir óháð aldri búsetu og félagsaðild   Íslandsmeistaramóti í línudansi sem haldið var í Laugardalshöllinni 1.maí 2010 Í hópakeppni: 60 ára og eldri 1.sæti:- Glóð 60+ - Íþróttafélagið Glóð Hægt er að sjá myndir frá mótinu á linudans.net   Íþróttafélagið Glóð sýndi hringdansa og línudans á öskudaginn 9. mars í Austurbergi, sem sjá má á myndasíðunni Fjölmennt var á furðufataballi Glóðar í Boðanum 26 - 2 - 2011 Þar voru margir skrautlegir búningar eins og sjá  á myndasíðunni.     Verður haldið í Boðanum laugardaginn 26. Febrúar 2011 kl. 20.00 Stjórnandi: Ein á Einari ásamt fylgdarsveinum og fylgdarmeyjum. Dansað – sungið og fleira. Þetta verður skemmtilegt. Ókeypis aðgangur. Veitingar seldar á barnum. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. -----------------------------------------------------------------------   Fréttabréf Glóðar Kópavogi í janúar 2011   Ágæti félagi.   Um leið og við óskum þér gleðilegs árs með þökk fyrir liðið ár, viljum við segja þér frá starfinu það sem af er vetri.   Fyrsta október sl. fóru 30 Glóðarfélagar á Golden Age í Portimao í Portúgal. Með okkur í för voru þrír félagar úr Blik og fjórir félagar úr FEBAN. Sýndar voru fjórar sýningar sem tókust það vel að Glóð var valin til að sýna á Galakvöldi mótsins. Á Galasýningunni eiga þær þjóðir er voru með þrjá eða fleiri hópa sýningarrétt, en svo velur sérstök nefnd nokkra hópa er þeim finnst hafa staðið sig vel eða verið sérstakir á einhvern hátt og í þeim hópi var Glóð.   Boðið var upp á kennslu í hringdönsum fyrir byrjendur í öllum þremur félagsmiðstöðunum í Kópavogi í haust, en þátttakan var það lítil að kennslan fell niður. Boðið var upp á gönguferðir frá þremur stöðum: Boðanum, Versölum og Sundlaug Kópavogs. Leiðbeinandi og ráðgjafi við notkun stafa var Sigurlín Baldursdóttir, Glóðarfélagar voru umsjónarmenn á hverjum stað. Boðinn datt fljótlega út en á hinum stöðunum voru þátttakendur 8-10.   Boccía er spiluð í Gjábakka og tóku félagar þaðan þátt í einu móti. Reynt var að koma af stað Boccía í Gullsmára og Boðanum, en það tókst ekki. Formaður og ritari voru beðin um að kynna Glóð fyrir félögum eldri borgara í Mosfellsbæ og upp úr því heimsóttu 10 félagar Ringóhópinn. Var það góð skemmtun. Ringó er eins og áður æft í Kópavogsskóla og Smáranum.   Hringdansar eru æfðir í Kópavogsskóla. Glóðarfélagar hafa séð um kennslu þar af og til, sem hefur gefist vel. Þrír hópar eru í línudansi í Kópavogsskóla. Glóðargaman var haldið 30. okt. með kökubasar, kaffisölu og skemmtiatriðum. Tókst það vel þó gestir hefðu mátt vera fleiri.   Fræðslufundir voru haldnir á þremur stöðum. Góð mæting var á fundinn í Gjábakka, en í Gullsmára var fremur fámennt. Jólafundurinn  í Boðanum var síðan vel sóttur og skemmtilegur. Þrír harmónikkuleikarar léku ýmis lög, karlakór Kópavogs söng og að endingu var fjöldasöngur.     Íþróttamaður  Glóðar árið 2010  Á jólafundi Glóðar í Boðanum var greint frá  kjöri íþróttamanns ársina 2010. Frá sumum félagsmiðstöðum var lítil þátttaka í kjörinu. Dóra Hannesdóttir var kjörin íþróttamaður ársins 2010 með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða enda er hún fjölhæfur íþróttamaður. Óskum við henni til hamingju með verðskuldaðann titil.   Við sendum hér innheimtuseðil þeim er ekki hafa greitt félagsgjaldið. Til að auðvelda innheimtuna og minnka kostnað eru félagsmenn beðnir að leggja gjaldið inn á reikning Glóðar: 0130-15-381693  kt. 480705-0410   Við biðjum greiðendur að láta nafn fylgja með og einnig þá skýringu að greiðslan sé félagsgjald.     Hittumst á aðalfundinum 30. jan. kl. 14,00 í Gjábakka.     Kær kveðja,   Fyrir hönd stjórnar Glóðar Steinunn Ingimundardóttir, ritari   Fundarboð Aðalfundur íþróttafélagsins Glóðar verður haldinn 30. janúar 2011 kl. 14,00 í Gjábakka Fannborg 8 Kópavogi. Kaffi og kleinur í boði félagsins. Dagskrá:
 1. Setning fundarins.
 2. Tilnefndir fundarstjóri og ritari.
 3. Fundargerð síðasta fundar.
 4. Skýrsla stjórnar.
 5. Reikningar félagsins.
 6. Starfsáætlun nefnda.
 7. Ákveðið félagsgjald.
 8. Kosning stjórnar og varamanna.
 9. Kosið í nefndir og kosning fulltrúa á þing.
 10. Önnur mál.
Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti                          Fyrir hönd stjórnar .   Lórens Rafn, formaður. Aðventugleði Glóðar Þriðjudaginn 14. desember 2010 heldur Íþróttafélagið Glóð sinn árlega aðventufagnað í Boðanum Dagskráin hefst kl. 20:00 Íþróttamaður Glóðar 2010 heiðraður Æfingaskrá fyrir haustönn sem gildir frá 6. sept. 2010        sjá líka viðkomandi síður   GÖNGUHÓPAR  Þriðjudaga kl. 16.30 frá Versölum Fimmtudaga kl. 16.30 frá Sundlaug Kóp. BOCCIA Gjábakki:      Föstudaga   kl. 13,00 HRINGDANSAR í Kópavogsskóla fimmtud. kl. 17 LÍNUDANS Kópavogsskóli:  Þriðjudaga  kl. 14,40 Hópur  1
 1. 16,10 Hópur  2
 2. 17,40 Hópur  3 (Byrjendur)
RINGÓ Smárinn:                Mánudaga  kl. 11,30 Kópavogsskólinn:  Miðvikudaga kl. 14,40   Allir velkomnir  Upplýsingar í símum: 554-1346, 554-2780, 554-5330   Púttmót var haldið hjá Glóð í júlí 2010 Sjá myndir á myndasíðu Þátttakendur voru 14 þeir eru hér taldir upp í röð eins og þeir birtast á hópmynd  talið frá vinstri. Ester Óskarsdóttir, Rakel Pétursdóttir, Sigurbjörn Ólafsson, Lórens Rafn Kristvinsson, Elín Helgadóttir, Svana Svanþórsdóttir, Friðgeir Guðmundsson, Eygló Ragnarsdóttir, Þór Guðmundsson, Jórunn Alexandersdóttir, Jörundur Jónsson, Jóhannes Ögmundsson, Eiríkur Ögmundsson, á hópmyndina vantar Pál Guðmundsson. Verðlaunahafar í karlaflokki voru: Lórens Rafn Kristvinsson         Gull Friðgeir Guðmundsson            Silfur Páll Guðmundsson                            Brons Verðlaunahafar í kvennaflokki voru: Svana Svanþórsdóttir     Gull Rakel Pétursdóttir                    Silfur Eygló Ragnarsdóttir                Brons   ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ GLÓÐ Heldur púttnámskeið á púttvellinum við Kópavogslæk. Frá 3. júní. Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum
 1. 17 - 18. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu.
Kennari Svanþór Ólafsson. Námskeiðsgjald 1000 kr. (6skifti). Upplýsingar í símum 5542780 og 6926780. Aðkoma frá Fífuhvammsvegi. ------------------------------------------------------------------------------- Jónsmessugleði Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í Árbæjarsafni, fimmtudaginn 24. júní 2010. Kl. 19.40:  Gönguhópurinn Gönguhrólfar leggur af stað frá Stangarhyl 4 þaðan sem gengið er  að Árbæjarsafni. Hópur fólks frá Heimilisiðnaðarfélaginu, sem klætt verður í þjóðbúninga, slæst í hópinn við Nethyl. Kl. 20.00:   Tekið á móti gönguhópnum með lúðrablæstri. Kl. 20.30:   Fjöldasöngur: Sönghópur undir stjórn Helga Seljan syngur og leiðir fjöldasöng. Kl. 20.50:  Jónsmessan í þjóðlífinu: Erindi Dr. Árna Björnssonar þjóðháttafræðingur. Kl. 21.00:     Heimilisiðnaðarfélagið kynnir þjóðbúninga. Kl. 21.30:     Íþróttafélagið Glóð í Kópavogi sýnir dansa. Kl. 21.50:  Skemmtilegri Reykjavík:  Eldri borgarar skemmta sér. Ýmsar uppákomur á safninu, úti og inni í húsum eftir veðri og atvikum. Harmonikkuleikur úti um víðan völl Kl. 22.30:   Jónsmessuganga um Elliðaárdalinn. Kaffisala á svæðinu er opin allt kvöldið. ---------------------------------------- Vísa ort af einum vistmanni Blindravinaheimilisins 18. maí 2010 þegar Glóð skemmti  þar vistmönnum. Hér við sáum hali og fljóð með hug sem bærist logi. Þakka viljum glæsta Glóð Gesta úr Kópavogi. -------------------------------------------------------------- Glóð kynnti Ringo á Blakmóti öldunga að Varmá í Mosfellsbæ 15. maí 2010  Myndir eru komnar inn á myndasíðuna ---------------------------------------------------- Línudanshópurinn á Akranesi hefur boðið Glóð á skemmtun föstudaginn 28. maí 2010 Þeir sem hafa áhuga á að fara og ekki hafa skráð sig geta haft samband við form: Lórens Rafn s: 692-6780 E: Lrafn@simnet.is --------------------------------------------------- Íslandsmeistaramóti í línudansi sem haldið var í Laugardalshöllinni 1.maí 2010 Í hópakeppni: 60 ára og eldri 1.sæti:- Glóð 60+ - Íþróttafélagið Glóð Hægt er að sjá myndir frá mótinu á linudans.net -----------------------------------------     Glóð tekur þátt í Íslandsmeistaramóti í línudansi sem haldið verður í Laugardalshöllinni 1.maí 2010       Glóð sendir tvö lið á Boccia mót FÁÍA                                      sem haldið verður í Íþróttahúsi Hagaskóla 17. apríl 2010 kl.8:30           Sýningahópurinn og framhaldshópurinn í línudansi tóku þátt í línudanskeppni UMSK fyrir 50+ að Varmá í Mosfellsbæ 27. mars 2010. Framhaldshópurinn vann til verðlauna og varð númer þrjú í keppninni og kom heim með bikar.   Framhaldshópurinn í línudönsum sýndi á Öskudagshátíðinni í Austurbergi 17. febrúar 2010 og var mjög vel tekið.   Íþróttafélagið Glóð tekur þátt í sýningunni  Krafturinn knýr Stórbrotin íþróttasýning á Stóra sviði Borgarleikhússins     Um verkið   Krafturinn knýr er stórviðburður í íþróttalífi á Íslandi. Þar stíga á Stóra svið Borgarleikhússins íþróttafólk úr hinum ýmsu greinum og sameina krafta sýna í stórsýningu – þeirri fyrstu hér á landi. Einstök sýning þar sem ólíkar íþróttagreinar sameina hæfni sína í stórbrotinni listsýningu.   Dans, Sirkus, fótbolti, fimleikar, hnefaleikar, körfubolti, bardagalistir, súlufittness, ketilbjöllur, jump fit, gjörningar. Ljósmyndir og gamlir íþróttamunir frá íþróttalistasafni Íslands. Sýnt verður 21. febrúar 2010 kl 13 og 15 aðeins þessar tvær sýningar Miðasala er í Borgarleikhúsinu, borgarleikhus.is og á midi.is         Fundarboð Aðalfundur Íþróttafélagsins Glóðar Kópavogi 2010 verður haldinn þriðjudaginn 19.janúar 2010 kl.20:00 í Gjábakka Fannborg 8 Kópavogi. Dagskrá
 1. Setning fundarins
 2. Tilnefndur fundarstjóri og fundarritari
 3. Fundargerð síðasta fundar
 4. Skýrsla stjórnar
 5. Reikningar félagsins
 6. Starfsáætlun nefnda
 7. Ákveðið félagsgjald
 8. Kosning stjórnar og varamanna
 9. Kosning í nefndir og kosning fulltrúa á þing
 10. Önnur mál
Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Sigríður Bjarnadóttir formaður           Aðventugleði Glóðar Þriðjudaginn 8. desember 2009 heldur Íþróttafélagið Glóð sinn árlega aðventufagnað í Gjábakka Feðgarnir Jón Kjell Celjeseth og Helgi Snorri Jónsson taka á móti gestum með harmonikuleik Dagskráin hefst kl. 20:00 með því að Sveinn Kristjánsson segir frá bernskujólum Tónlistaratriði í umsjón feðganna Sigríður Bjarnadóttir formaður Glóðar veitir Íþróttamanni Glóðar 2009 viðurkenningu Jólaglögg og piparkökur við tónlistaratriði í umsjón feðganna Jóns og Helga Snorra Lífið og tilveran Elín Ebba Ásmundsdóttir flytur stutt erindi Tónlistaratriði í umsjón feðganna Að þessu sinni er þátttökugjald kr. 500.- Dagskránni lýkur með því að allir fara út á gólfið og dansa einn dans við undirleik feðganna Góða skemmtun Fræðslunefnd Glóðar ------------------------------   Afmælishátíð íþróttafélagsins Glóðar  laugardag 24. október 2009  Kl. 10.00 kynning á  Ringó  á menningarflötinni við Listasafnið.                               Páll og Ringónefndin.   Kl. 11.00  Ratleikur Lagt af stað í ratleik frá Gjábakka til Gullsmára.  Stjórnendur Haukur   Bergsteinsson og Ragna Guðvarðardóttir.   Ratleikurinn er opinn fyrir alla og stefnt að því að fá 9 ára nemendur úr  Kópavogsskóla og foreldra þeirra til að taka þátt.  Góð verðlaun . Að loknum ratleik um kl. 12.30 verður súpa og brauð fyrir  þátttakendur í Gullsmára í boði Glóðar.   Verðlaunaafhending  Jóna H. Bjarnadóttir, sviðsstjóri almenningsíþrótta. Málþing Gulrót á iði með rófu Hreyfing   -   fæðuval    -    heilsa Kl. 12.45  setur Sigríður Bjarnadóttir form. Glóðar málþingið.                 Ávarp bæjarstjóra  Gunnsteins Sigurðssonar
 1. 13.30 Janus Guðlaugsson íþróttafræðingur flytur erindi:                          Hreyfing er nauðsynleg fólki á öllum aldri   Fyrirspurnir og óvænt uppákoma.
Kl. 14.30  Sigmundur Guðbjarnason prófessor emeritus og fyrrv. rektor      Háskóla Íslands flytur erindi:  Hvers vegna er grænmeti hollt?                                                               Fyrirspurnir  og hressing Kl. 15.30  Ingólfur Sveinsson geðlæknir flytur erindi:                                                       Þol hjá ungum og öldnum hefur áhrif á heilsuna                                      Fyrirspurnir  veitingar að hætti Glóðar     Um kl. 17.00 samantekt og slit þingsins: Formaður fræðslunefndar:                        Sigurbjörg  Björgvinsdóttir Stjórnandi málþings:  Stefán Friðbjarnarson fyrrv. blaðamaður og bæjarstjóri  Kl. 19.00 sameiginlegur kvöldverður í Gullsmára.                                                                 Á matseðlinum verða hollustuveitingar  frá t.d. Grænum kosti . Margrét Bjarnadóttir og Óli Geir þjálfarar Glóðar stjórna sýningaratriðum og að   lokum verður stiginn dans til kl. 23.30 Kvöldverður verður að kosta um 2.500.-   Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Björgvinsdóttir í síma 554 3400   --------------------------------- ------------------             Kökubazar og skemmtun í Gjábakka                                              laugardaginn 3. okt. n.k.                                                         Kökubazarinn byrjar kl. 13 og   skemmtunin kl. 14.00 Dagskrá: Setning form. Glóðar                                                                             Einsöngur : Sólveig Unnir Ragnarsdóttir sópran                             Glóðarfélagar sýna línudans                                                                      Lórens Rafn verður með gamanmál                                                          Boðið verður uppá kaffi og kleinur Aðgangur 1.000.-                Allir velkomnir    

Comments are closed.